Ég er, einsog ég hef kannski sagt áður, í barnabókakúrs í skólanum og hef ég verið að grúska í allskonar teiknistílum og rakst ég á listamanninn/konuna Lucinda Rogers. Hún hefur klikkaðan teiknistíl og elska ég skissulegu- í bland við grönnu og feitu pennalínur þvers og kruss útum allt. Hún leikur sér mikið með fjarvíddina í teikningunum og skissar ofaní skissurnar og hendir inn litum þar sem þeir eiga að vera!
Hérna getið þið skoðað og lesið meira um Lucindu Rogers
www.lucindarogers.co.uk. Mæli með að kíkja á verkin hennar, þau eru brilllíant!
Hérna eru nokkrar af mínum uppáhalds.. so far
M
Margrét
No comments:
Post a Comment