Ég hef almennt ekki fundið mikla þörf eða löngun til að eignast Louis Vuitton vörur. Vissulega eru þær fallegar, ég hef bara ekki fílað hvað það á ekki að fara framhjá nokkrum manni hvaðan varan sé. Ég yrði svo nojuð að ég yrði nú „pottþétt rænd“ ef ég myndi sjást með eina þannig. Þessi veski heita Alma og hef ég séð hverja einustu erlenda stjörnu með þau (held ég bara). Of shiny fyrir mig. Ég sá konu á röltinu með hana í svörtu/möttu og mér fannst hún fullkomin. Það væri „taskan“ sem ég gæti hugsað mér frá þeim.
Ég væri reyndar alveg game í þessa skó líka ef útí það væri farið. Þegar ég spurði um þá seinasta sumar voru þeir ekki framleiddir í minni stærð...óheppni!
Thelma
3 comments:
ég gæti eiginlega ekki verið meira sammála þér með töskurnar og hversu veeel merktar þær eru. en þessi matta er alveg tryllingslega flott! vá.
Falleg er hún
Það er svo gaman að fá comment frá ykkur, að sjá hverjir lesa bloggið :)
Takk takk
Post a Comment