Friday, November 23, 2012

Íþróttafatnaður

Ég hef þurft að endurnýja íþróttafatnaðinn minn (ekkert endalaust töff að vera í handboltafötunum) en díses kræst hvað það er ógeðslega dýrt! Ég á líka við vandamál að stríða, sem er að geta ekki verið í hvaða merki sem er (ohh jáhh snobb). Hef prófað minn skerf að H&M vörunum og þær eru bara ekki nægilega góðar, því virðist Nike og Adidas vera það eina sem kemur til greina hjá mér.

Ég fékk mér nýja skó í sumar eiginlega bara afþví að mér fannst þeir svo flottir , ég átti ágæta asics skó en sannfærði sjálfan mig um að það væri nauðsynlegt að eiga skó til skiptanna (réttlætingarþjónustan). Þessir skór eru eiginlega bestu kaup sem ég hef gert í langan tíma svo mjúkir Langaði að benda ykkur á þá svo þið getið verið eins töff og comfy og ég í ræktinni.


 

Á þessa bleiku hægra megin og heita þeir Nike free en þeir eru einsog allt annað truflaðslega dýrir hérna eða 24.900. Ég mæli með því að þið athugið hvort þeir séu ekki einhverstaðar á betra verði á netinu. 

Það er misjafnt verðið á vörunum hérna á Íslandi en ef maður gefur sér tíma þá er hægt að fá fínar vörur í Sport direct, Smáratorgi á lægra verði en í öðrum búðum. Myndirnar hér að neðan eru fengnar af Nikeverslun.is




Thelma



No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...