Tuesday, November 13, 2012

Og minn jóla-óskalisti

Og minn jóla-óskalisti.

 


Mávastellið 
Langar ekki í allt eins og svo margir heldur aðeins svo ég geti haldið fallegt fullorðins kökuboð.
Langar bara í einn svona bolla (eins og er). Afi átti svona og drakk alltaf te-ið sitt úr honum. Sullaði því alltaf yfir í undirskálina og svo aftur til baka í bollan til að kæla það. Mjög svo sérstakur siður - en lifir í minningunni. 



Hefur lengi langað að eignast bolla/glös eftir hana, svo borðaði ég á matardiskunum hennar ekki alls fyrir löngu og þeir eru æðislegir. Þeir eru eins í laginu og þessi á myndinni en þeir sem ég var að borða á en þeir voru grænir og ójafn litur.

Er byrjuð að safna þessu og sé ennþá eftir að hafa ekki keypt hvítt sett í Iittala outletti í Svíþjóð á mjög góðu verði!





Þetta eru svolítið mikið over the top dýrir hlutir...það er á svo mörgu að taka. Óskir meiga samt ávallt vera óskir.

Thelma

2 comments:

Anonymous said...

skemmtilegt að lesa jóla-óskalista. Ég fékk í 30 ára afmælisgjöf frá foreldrunum mínum glæru glösin x6 frá Kristínu, nammiskál frá henni og karöflu og þessi glös eru algjör draumur. Þau eru svo skemmtilegt, þau breytast eftir því hvernig ljósið fellur á þau og eftir innihaldi þeirra. Mæli 100% með þeim, svo svo falleg.

p.s. heima hjá afa og ömmu þá var til einn matardiskur í þessu munstri og þetta var eini diskurinn sem hann borðaði kvöldmatinn sinn af. Þessir afa eiga það til að hafa sérstaka siði.

kveðja, Erla

Thelma Hrund said...

Já mér finnst glösin einmitt svo skemmtileg, sérstaklega að sjá útlendinga drekka úr þeim og halda að þau séu að detta þegar þeir leggja þau frá sér :)

En fyndið samt að þetta sé sama stellið sem þeir hafa valið sér.

Takk fyrir commentið.

Kv Thelma

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...