Þá er jólakjóllinn komin í pöntun. Ég horfði á hann klárast á Asos fyrir framan nefnið á mér (það er svo svekkjandi). Ég dó hinsvegar ekki ráðalaus og fann út að hann væri til í Svíþjóð. Ég hafði því samband við þau sem búa í íbúðinni sem ég bjó í í sumar og spurði hvort ég mætti senda á þau. Þau eru nú meiri ljúflingarnir og buðust til að taka hann með heim fyrir mig í staðinn fyrir að senda hann í pósti. Takk Elvar og Hrefna. Þið bjargið jólunum!
Update: Kjóllin er komin í hús tveimur dögum eftir pöntun. Þetta kalla ég góða þjónustu!
Thelma
No comments:
Post a Comment