Hérna sjáið þið eitt heimili sem er í Södermalm - Maríatorget. En ég bjó þar í sumar í smá tíma og hann er alveg æðislegur. Sofo er algjört möst að sjá í Svíþjóð/ Stockholm, sérstaklega fyrir hönnunarunnendur!
Ég var með svona skápa í kringum rúmmið mitt og þetta er alveg rosalega sniðug lausn til að nýta rímið og fá meira skápapláss.
Ég vil að það verði byggðar fleiri stúdentaíbúðir sem eru um 30-45 fermetrar þar sem svona lausnir eru til staðar. Mér finnst þær stundum óþarflega stórar eða hrikalega illa skipulagðar hérna á Íslandi og þetta með að deila eldhúsi hugsun er bara ekki að fara að gera sig. En ég veit að sú hugmynd er á lofti ég er bara ekki viss hvort hún sér farin í framkvæmd eða ekki. Það eru alltaf einhverjir sóðar og svo framvegis og ég hef bara séð það í Svíþjóð að fólk er ekki sátt með það.
Thelma.
No comments:
Post a Comment