Friday, November 23, 2012

Södermalm - Innlit

Ég elska að skoða innlit hjá Fantastic Frank. Myndirnar og stíleserningarnar eru alltaf ótrúlega góðar. Ég er mikill unnandi af skandinavískri hönnun en þessi heimili eru öll sænsk (ohhh hvað ég sakna þín fagra land :) ).

Hérna sjáið þið eitt heimili sem er í Södermalm - Maríatorget. En ég bjó þar í sumar í smá tíma og hann er alveg æðislegur. Sofo er algjört möst að sjá í Svíþjóð/ Stockholm, sérstaklega fyrir hönnunarunnendur!









Ég var með svona skápa í kringum rúmmið mitt og þetta er alveg rosalega sniðug lausn til að nýta rímið og fá meira skápapláss. 

Ég vil að það verði byggðar fleiri stúdentaíbúðir sem eru um 30-45 fermetrar þar sem svona lausnir eru til staðar. Mér finnst þær stundum óþarflega stórar eða hrikalega illa skipulagðar hérna á Íslandi  og þetta með að deila eldhúsi hugsun er bara ekki að fara að gera sig. En ég veit að sú hugmynd er á lofti ég er bara ekki viss hvort hún sér farin í framkvæmd eða ekki. Það eru alltaf einhverjir sóðar og svo framvegis og ég hef bara séð það í Svíþjóð að fólk er ekki sátt með það.

Thelma.

No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...