Omote 3d er algjört snilldar Japanskt fyrirtæki sem gerir 3D photo booth. Maður kemur til þeirra og stendur í 15 mín kjurr á meðan er verið að taka mynd. Svo getur maður valið um þrjár stærðir af fígúrum small - medium - large og vola þá er maður komin með litla leikfígúru sem er alveg eins og maður sjálfur. Hversu mikil snilld væri þetta. Að börn geta farið að leika með fjölskyldur sínar frekar en þessar afskræmdu dúkkur sem eru næstum því það eina sem fæst útí búð. Þetta finnst mér jákvæð þróun.
Ég er ekki beint sleip í Japönsku þannig að ég get því miður ekki sagt ykkur mikið meira en myndirnar á síðunni tala alveg sínu máli.
Thelma
No comments:
Post a Comment