Hálsmen frá styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.
Hálsmenið er á 4000kr úr silfri (sem er hreinlega gjöf en ekki gjald).
„Í
Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna er hópur fólks sem hefur staðið í
þeim sporum að glíma við veikindi með vonina að vopni – vonina um að
lífið komist í réttar skorður á ný – vonina um að veikt barn nái heilsu
og fjölskyldan öll muni eiga sínar ljúfu stundir á ný. (Tekið af síðu SKB)
Svo eru það Monkeybiz dýrin sem seljast eins og ég veit ekki hvað. En það er komin ný sending í Aurum og því tilvalið að fara snemma og velja svo maður hafi eitthvað val.
Þau eru til í öllum verðflokkum og byrja að mig minnir um svona 3.700
(gæti mögulega eitthvað verið ódýrara)
Dýrin eru gerð úr perlum eftir konur frá Suður-Afríku til þess að styrkja þær sjálfar og börnin þeirra í námi. Oft er bara alls ekki hægt að greina hvaða dýr þetta eru sem þær hafa gert og því veit maður ekki hvort þetta sé eitthvað dýr sem er til nálægt þeim eða eitthvað sem þær vinna eftir myndum. Engin eru eins og því mjög persónuleg og skemmtileg, lífga auðveldlega uppá heimilið.
Þetta er fullkomin gjöf fyrir þá sem er erfitt að gefa og eiga allt.
Thelma
No comments:
Post a Comment