Við systkinin eigum öll sérbók um okkur öll heima hjá mömmu og pabba, sem heitir Fyrstu árin, og finnst mér hún stórsniðug og ættu allir að gefa sér tíma og fylla hana út eftir að litlu krílin koma í heiminn. Þar er talið upp allskonar stórviðburði einsog hvernig gekk að koma mér á heiminn, fyrstu heimsóknirnar, fyrsta máltíðin, fyrstu dagarnir heima, fyrsta tönninn, fyrsta hjalið, fyrsta brosið, fyrsta afmælið ... o.s.frv. alveg uppí 5 ára aldur að mig minnir.
Ég ætla klárlega að gera leit að þessari bók, hef ekki séð hana í bókabúðum ennþá, en ef hún er ekki til mun ég fara eftir gömlu bókinni um mig og skrifa þetta bara niður í tölvuna.
Hér er önnur eins sniðug bók, sem geymir öll skemmtilegu og eftirminnilegu setningarnar sem krakkar segja og örugglega rosalega gaman að lesa hana svo seinna meir.
Fæst á amazon.com
/M
1 comment:
Held það fáis ein í Setbergi.
Svo verður þetta pottþétt eins og í minni fjölskyldu, endalaust til um fyrsta barnið, myndir og comment. Ég er seinust í röðinni og það eru 7 línur mér til mikillar gleði!
Post a Comment