Jólin eru á næsta leiti ... og eru sumir farnir að bölva mér fyrir að tala um jólaskapið of snemma ;)
ég
er á því að maður finnur það innra með sér þegar jólaskapið er komið
... og það þurfti ekki mikið til hjá mér, sjálfu jólabarninu, en það
kviknaði við einn sopa af jólaöli eitt kósý kvöldið.
Ég er líka farin að spá í jólagjöfum og hef núþegar keypt tvær af ca.tólf gjöfum í ár ... það ríkjir ákveðinn léttir við að klára þetta sem fyrst!
En á rölti mínu milli búða þá finn ég mér líka svoooo margt sem mig dreymir um og hef ég því sett upp jólaóskalista sem er n.b. ekki tæmandi! Þetta er svona það helsta á baugi um þessar mundir í draumum mínum :)
Hinn fullkomni pels
Gull Rolex úr (ath.mjög góð fjárfesting) ;)
Eames stólar við borðstofuborðið + einn ruggustól
Arne Jacobsen veggklugga
Kitchenaid hrærivélin fræga - og ég elska appelsínugulan!
Vík Prjónsdóttir kósý-unit fyrir litla kall :)
Hnöttur, vision silver
Heimskort uppá vegg inní eldhúsið - fræðandi yfir morgunmatnum :)
Þetta er svona stiklað á stóru (mjög stóru) af því sem ég læt mig dreyma um,, ég veit að þetta er reyndar mjög hátt skotið af design-dóti en það stendur bara alltaf svo fyrir sínu í hönnun og gæðum.
Einsog ég sagði er þessi listi ekki tæmandi svo ég hefði getað haldið áfram endalaust að bæta inná hann.. en þetta er allvega góð byrjun :)
M
Einsog ég sagði er þessi listi ekki tæmandi svo ég hefði getað haldið áfram endalaust að bæta inná hann.. en þetta er allvega góð byrjun :)
M
No comments:
Post a Comment