Wednesday, March 27, 2013

Tools for Living

Ef þið hafið áhuga á heimilismunum eins og ég þá er þessi bók must have. Hún talar um helstu eldhúsáhöld og yfir í sófa og allt þar á milli. Mjóg áhugaverð og skemmtileg bók.

Tools for Living:
A Sourcebook of Iconic Designs for the Home eftir Charlotte & Peter Fiell. Þau hafa skrifað nokkrar bækur fyrir Taschen svo eitthvað sé nefnt.

"Tools for Living is a book all about ‘ultimates’ – the ultimate things designed for the home – from chef knives and pots and pans, to door handles and bathroom taps, to home-office furniture and garden tools. Well-designed objects not only have superior performance but also look better and last longer, which ultimately means that they are more sustainable and provide better value for money. They also give the user a satisfying sense of reliability – they are the household tools that we use on a daily basis, which enhance life.
Everyday icons
Many of the objects included in Tools for Living are famous design classics, which are still in production. This comprehensive sourcebook features them beautifully, with full descriptions of their historic relevance and design excellence."

Thelma 

Marrakech flísar

Ég er sjúk í þessar flísar. Það er hægt að gera margt alveg rosalega fallegt með þeim af sama skapi ansi margt ljótt. Fín lína sem gaman er að leika sér með. Ég myndi klárlega skella þeim upp á mitt heimili ef ég ætti ekki heima á stúdentagörðum :)

Þær heita Marrakech design og fást hérna í Gautaborg og Malmö.













Fyrir áhugasama er hægt að skoða hvernig flísarnar eru málaðar, en ég mæli með því að spóla inní mitt myndbandið.
Thelma

Monday, March 25, 2013

FRANCIS LEON.

Úff ég segi JÁTAKK við svo mörgu fínu hér!

Últra falleg föt - mestmegnis leðurjakkar og prjón - hægt að skoða og kaupa á síðunni þeirra francis-leon.myshopify.com/



























/Margrét




Thursday, March 21, 2013

Cloud b sound - bangsar

Mér var bent á þessa snilld af vinkonu minni sem á litla 8 vikna gamla dóttur, og segir hún þetta algjöra snilld! ... ég fór strax á stúfanna og pantaði mér einn slíkan.

Þetta er bangsi sem þú hefur í vöggunni, tekur með á flakkið - getur fest við bílstólinn eða í vagninn.
Hann hefur innbyggt lítið tæki sem gefur frá sér hljóð, þú getur valið úr 4 mismunandi hljóðum og stillt á tímastillingu bæði 20 mín og 45 mín. Einsog maður hefur heyrt áður þá elska lítil börn (flest) svona white noise einsog það er kallað, svona suð hljóð sem róar þau. Það á að líkja eftir því að þau séu ennþá í mallanum.
Hægt er að velja úr 3 mism. böngsum sem gefa frá sér hljóð og einnig er hægt að kaupa bangsa sem er með næturljósi og svo lavender ilm.


Ég keypti gíraffan og get ekki beðið eftir að nota þetta þegar litli kútur er komin :) þetta er líka alltof krúttlegur bangsi! honum fylgir safari hljóð, fuglahljóð, foss og svo hjartsláttur.

Hægt að skoða og kaupa HÉR, en einnig eru þeir fáanlegir í einhverjum barnabúðum hérna heima.




















/Margrét




Wednesday, March 20, 2013

Tilviljun í hönnun? - Snjótittlingurinn minn í beinni

Ég tók nett andköf um dagin þegar ég horfði á íslensku kvöldfréttinar í tölvunni minni hérna í útlandinu. Andköfin voru vegna þess að sjónvarpsþulan var með „mitt“ hálsmen í fréttunum. En nokkrum sekúndu brotum seinna fattaði ég að sjálfsögðu væri þetta ekki „mitt“ hálsmen sem ég hafði smíðað, því ég hafði aldrei sett það í sölu og aðeins gefið vinum og vandamönnum.

Áður en lengra er haldið vil ég taka það skýrt fram að ég er ekki að saka neinn um stuld enda held ég ekki að um stuld hafa verið að ræða, hvorki af minni hálfu né hönnuðarins. Eflaust er þetta bara hrein óheppni ef svo má að orði komast. Menin hannaði ég fyrir nokkrum árum meðan ég var í Iðnskólanum í Hafnarfirði og notaði þau í inntökumöppuna mína fyrir Listaháskólann. Ég skoðaði greinar um persónuleika fugla og valdi fjóra fugla sem mér þóttu passa best við mína fjóru bestu vini og síðan smíðaði ég þá. Það er hinsvegar einn fugl sem mér þótti alltaf best heppnaður og þykir afar vænt um, en það er snjótittlingur. Ég hef sjálf borið þetta men oft og gert það í tveimur stærðum.

Mér þótti þetta ansi miður að sjá og hefur setið í mér í smá tíma eftir að ég sá þetta. Ég hef svo áttað mig á að þetta er bara partur af þessum bransa sem ég er á leiðinni í og þarf ég greinilega að byggja harðari skráp því flestum verkefnum sem maður gerir tengist maður sterkum persónulegum böndum.


  Hérna eru menin mín í tveimur stærðum


Og hérna eru menin eftir Helgu Mogensen sem eru svo ansi lík

Þessar tvær myndir eru fengnar af síðu Kirsuberjatrésins

Kv Thelma

Tuesday, March 19, 2013

Hinir fullkomnu snagar?

Leitin er hafin að hinum fullkomnu snögum!
Mig vantar svo snaga í eitt hornið heima hjá mér svo ég geti hengt upp af mér úlpunni, ég vil ekkert of mikið enda ekki mikið pláss, en það er orðið heldur þreytt að þurfa alltaf að hengja yfirhafnirnar sem maður er alltaf í uppí skáp á herðatré.

Ég hef haft í huga OHOOK snagana dönsku frá Helgo, en það er eitt sem pirrar mig við þá, maður getur ekki hengt upp flíkur á hankanum innan í flíkinni, svo maður þarf alltaf að leggja hana yfir kúluna (snagann) og þá getur komið svona bunga á flíkina. Einnig finnst mér Hang it all snagann frá Eames, mjög fallegur en hann hefur sama vandamálið og OHOOK snagarnir.

Ég ætla að gera mér ferð í húsasmiðjuna og byko og skoða hvort ég geti ekki fundið eitthvað sniðugt þar til að nota sem snaga, hef verið að þræða netið af innblástri og hugmyndum.
Sýni ykkur við tækifæri þegar snagarnir eru komnir upp á hverju ég lenti :)


Hérna eru nokkrar hugmyndir ...

























































/Margrét




Monday, March 18, 2013

Hversu mikil snilld...

Hversu mikil snilld...

Svona á að gera þessar umsóknir :)

Thelma

Bruno Mathsson safnið heimsótt

Ein uppáhalds heimsóknin mín úr skólaferðalaginu um smálöndin var klárlega í Bruno Mathsson safnið. Ég á oft erfitt með að muna nöfn á hönnuðum og því vissi ég í rauninni ekkert hvert ég var að fara en eftirvæntinginn í bekknum leyndi sér ekki og iðaði fólkið í sætunum yfir að komast inn.

Bruno fæddist árið 1907 í Svíþjóð. Úr föðurfjölskyldunni voru fimm ættliðir sem voru húsgagnasmiðir og var því nokkur augljóst snemma í hvaða átt Bruno myndi stefna, að vera húsgagnasmiður var hinsvegar ekki nóg fyrir hann og hafði hann áhuga á hátækni gæðum (high technical quality). (Heimildir fegnar af Bruno Mathsson international)


Bruno var einkar sérstakur maður, bjó til að mynda heima hjá foreldrum sínum til 34 ára aldurs. Þegar hann flutti að heiman flutti hann á hótel í grenndinni og kynntist þar eiginkonu sinni sem var flugfreyja. Hann hlustaði aldrei á gagnrýni og þegar hann fékk hana svaraði hann að það væri bara ekkert hægt að gera betur því hann hefði prófað allt og lokaniðurstaðan væri besta lausnin. Það er einmitt það sem er svo frábært við húsgögnin hans, maður smellur í þau en hann hannaði með vinnuvistfræði í huga ("ergologisk"). Húsgögnin passa manni svo vel, enda sat hann löngum stundum heima hjá sér að reikna út og mæla á sér sjálfum hvað hentugast væri. Hann var þó ekki stór eða aðeins 170 cm.


Þennan stól kom hann með snemma á markaðinn og er mjög vinsæll. Ef ég man rétt var stóllinn nefndur Pernilla eftir blaðakonu sem lofsamaði stólinn svo mikið í grein að hann ákvað að stólinn myndi taka nafn hennar. Hann var t.d mjög lengi að hanna armana því hann vildi að fólk gæti sérsniðið sinn stól og því auðvelt að panta stól án arma. Þeir eru svo ótrúlega þægilegir þessir stólar, ég væri alveg tilbúin í einn einsog á efri myndinni. Samt helst úr eik, ég er ekki mikið fyrir svona ljósan við.



Og þá er komið að stólnum sem fékk mig til að elska hann. Þessi stóll sem heitir Jetson 66 og var hannaður árið 1965. Á sjötta áratugnum var Bruno orðin meira hrifin af stáli og merkja húsgögn hans þess glögg merki. Þessi stóll er svo ótrúlega flottur og sjúklega þægilegur. Ég myndi fjárfesta í þessum áður en ég myndi kaupa eggið! Þá er nú mikið sagt. Hann ber þess augljós merki að hafa verið hannaður á sjöttaáratugnum en hann er samt svo stílhreinn, látlaus og í senn klassíkur. Hann hannaði ekki fótskemil þótt hann hafði ýmsar fyrirætlanir um það, árið 2011 var hinsvegar hannaður fótskemill við stólinn í hans anda.

Hérna er Silvia Svíja drottining í einum af stólnum hans á heimili hans og safni.

Þessi fróðleikur sem ég deili með ykkur hérna er að þakka frábærum leiðsögumanni (konu) sem var full af áhuga og með skemmtilegar sögur. Það gerir hvert húsgagn áhugaverðara fyrir mig að vita smá um hönnuðinn, hvernig týpa hann er o.sv.frv. Ég mæli með því að þið skoðið heimasíðuna hans því hann gerði mörg önnur skemmtileg húsgögn.

Ég vona að þið hafið notið að fá svona aðeins lengri pistil en venjulega.

Thelma
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...