Thursday, March 21, 2013

Cloud b sound - bangsar

Mér var bent á þessa snilld af vinkonu minni sem á litla 8 vikna gamla dóttur, og segir hún þetta algjöra snilld! ... ég fór strax á stúfanna og pantaði mér einn slíkan.

Þetta er bangsi sem þú hefur í vöggunni, tekur með á flakkið - getur fest við bílstólinn eða í vagninn.
Hann hefur innbyggt lítið tæki sem gefur frá sér hljóð, þú getur valið úr 4 mismunandi hljóðum og stillt á tímastillingu bæði 20 mín og 45 mín. Einsog maður hefur heyrt áður þá elska lítil börn (flest) svona white noise einsog það er kallað, svona suð hljóð sem róar þau. Það á að líkja eftir því að þau séu ennþá í mallanum.
Hægt er að velja úr 3 mism. böngsum sem gefa frá sér hljóð og einnig er hægt að kaupa bangsa sem er með næturljósi og svo lavender ilm.


Ég keypti gíraffan og get ekki beðið eftir að nota þetta þegar litli kútur er komin :) þetta er líka alltof krúttlegur bangsi! honum fylgir safari hljóð, fuglahljóð, foss og svo hjartsláttur.

Hægt að skoða og kaupa HÉR, en einnig eru þeir fáanlegir í einhverjum barnabúðum hérna heima.




















/Margrét




2 comments:

Unknown said...

Sonur minn fékk svona gíraffa þegar hann fæddist og ég hef hann alltaf í rúminu og tek hann svo með mér þegar við förum einhvert.. læt hann alltaf lúlla hjá honum. Æðislegur.
Kv. Helga

Margrét said...

Gaman að heyra að gíraffinn sé að virka ... vonandi fílar kúturinn minn þennan eins vel :) Ekki annað hægt, þessir bangsar eru aðeins of krúttlegir.

kv.Margrét

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...