Tuesday, March 19, 2013

Hinir fullkomnu snagar?

Leitin er hafin að hinum fullkomnu snögum!
Mig vantar svo snaga í eitt hornið heima hjá mér svo ég geti hengt upp af mér úlpunni, ég vil ekkert of mikið enda ekki mikið pláss, en það er orðið heldur þreytt að þurfa alltaf að hengja yfirhafnirnar sem maður er alltaf í uppí skáp á herðatré.

Ég hef haft í huga OHOOK snagana dönsku frá Helgo, en það er eitt sem pirrar mig við þá, maður getur ekki hengt upp flíkur á hankanum innan í flíkinni, svo maður þarf alltaf að leggja hana yfir kúluna (snagann) og þá getur komið svona bunga á flíkina. Einnig finnst mér Hang it all snagann frá Eames, mjög fallegur en hann hefur sama vandamálið og OHOOK snagarnir.

Ég ætla að gera mér ferð í húsasmiðjuna og byko og skoða hvort ég geti ekki fundið eitthvað sniðugt þar til að nota sem snaga, hef verið að þræða netið af innblástri og hugmyndum.
Sýni ykkur við tækifæri þegar snagarnir eru komnir upp á hverju ég lenti :)


Hérna eru nokkrar hugmyndir ...

























































/Margrét




No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...