Mér finnst ekkert merkilegt úrval vera til hér á landi ... eða þá að ég sé bara að leita á alröngum stöðum.
Þessi sem ég hef augu á er frá Rosendahl, en það fer nokkuð fyrir honum, þ.e. þegar flöskurnar eru komnar í því þær koma jú báðum megin út. Hann er hinsvegar fallegur og nettur einn og sér ... og maður þarf auðvitað ekki að stútfylla rekkann af flöskum, finnst líka skemmtilegt að þeir sjáist. En hann er sá eini sem ég hef orðið vel vör við og er nánast til á öllum heimilum. Viðar-vínrekkar finnst mér líka mjög sjarmerandi, og tengir soldið við náttúruna og þar sem vínið er búið til.
Smá brainstorm af skemmtilegum vínrekkum. Kannski gerist maður bara djarfur og panti frá útlöndum :)
Góða helgi ljúflingar :)
/Margrét
No comments:
Post a Comment