Monday, March 18, 2013

Bruno Mathsson safnið heimsótt

Ein uppáhalds heimsóknin mín úr skólaferðalaginu um smálöndin var klárlega í Bruno Mathsson safnið. Ég á oft erfitt með að muna nöfn á hönnuðum og því vissi ég í rauninni ekkert hvert ég var að fara en eftirvæntinginn í bekknum leyndi sér ekki og iðaði fólkið í sætunum yfir að komast inn.

Bruno fæddist árið 1907 í Svíþjóð. Úr föðurfjölskyldunni voru fimm ættliðir sem voru húsgagnasmiðir og var því nokkur augljóst snemma í hvaða átt Bruno myndi stefna, að vera húsgagnasmiður var hinsvegar ekki nóg fyrir hann og hafði hann áhuga á hátækni gæðum (high technical quality). (Heimildir fegnar af Bruno Mathsson international)


Bruno var einkar sérstakur maður, bjó til að mynda heima hjá foreldrum sínum til 34 ára aldurs. Þegar hann flutti að heiman flutti hann á hótel í grenndinni og kynntist þar eiginkonu sinni sem var flugfreyja. Hann hlustaði aldrei á gagnrýni og þegar hann fékk hana svaraði hann að það væri bara ekkert hægt að gera betur því hann hefði prófað allt og lokaniðurstaðan væri besta lausnin. Það er einmitt það sem er svo frábært við húsgögnin hans, maður smellur í þau en hann hannaði með vinnuvistfræði í huga ("ergologisk"). Húsgögnin passa manni svo vel, enda sat hann löngum stundum heima hjá sér að reikna út og mæla á sér sjálfum hvað hentugast væri. Hann var þó ekki stór eða aðeins 170 cm.


Þennan stól kom hann með snemma á markaðinn og er mjög vinsæll. Ef ég man rétt var stóllinn nefndur Pernilla eftir blaðakonu sem lofsamaði stólinn svo mikið í grein að hann ákvað að stólinn myndi taka nafn hennar. Hann var t.d mjög lengi að hanna armana því hann vildi að fólk gæti sérsniðið sinn stól og því auðvelt að panta stól án arma. Þeir eru svo ótrúlega þægilegir þessir stólar, ég væri alveg tilbúin í einn einsog á efri myndinni. Samt helst úr eik, ég er ekki mikið fyrir svona ljósan við.



Og þá er komið að stólnum sem fékk mig til að elska hann. Þessi stóll sem heitir Jetson 66 og var hannaður árið 1965. Á sjötta áratugnum var Bruno orðin meira hrifin af stáli og merkja húsgögn hans þess glögg merki. Þessi stóll er svo ótrúlega flottur og sjúklega þægilegur. Ég myndi fjárfesta í þessum áður en ég myndi kaupa eggið! Þá er nú mikið sagt. Hann ber þess augljós merki að hafa verið hannaður á sjöttaáratugnum en hann er samt svo stílhreinn, látlaus og í senn klassíkur. Hann hannaði ekki fótskemil þótt hann hafði ýmsar fyrirætlanir um það, árið 2011 var hinsvegar hannaður fótskemill við stólinn í hans anda.

Hérna er Silvia Svíja drottining í einum af stólnum hans á heimili hans og safni.

Þessi fróðleikur sem ég deili með ykkur hérna er að þakka frábærum leiðsögumanni (konu) sem var full af áhuga og með skemmtilegar sögur. Það gerir hvert húsgagn áhugaverðara fyrir mig að vita smá um hönnuðinn, hvernig týpa hann er o.sv.frv. Ég mæli með því að þið skoðið heimasíðuna hans því hann gerði mörg önnur skemmtileg húsgögn.

Ég vona að þið hafið notið að fá svona aðeins lengri pistil en venjulega.

Thelma

No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...