Þótt ég sé að læra vöruhönnun og er algjörlega viss um að ég sé á réttum stað í lífinu blundar alltaf í mér að mig langar svo að kunna meira í grafík. Það hefur að sjálfsögðu verið frábært að hafa snilling eins og Margréti mér við hlið sem hefur ávallt verið reiðubúin til að hjálpa mér og svarað öllum þeim spurningum sem á mér hefur brunnið. En ef maður er raunsær eru ansi fá atvinnutækifæri í mínum bransa eftir útskrift og þá mjög gott að vera sleipur í grafík til að afla tekna. Þessar tvær starfstéttir haldast svo mikið í hendur.
Það vill oft verða þegar maður vinnur verkefni í skólanum við hönnun á hlut verður hönnun á plaggati alltaf það seinasta sem maður gerir. Þá er oft lítill tími til stefnu til að gera það fínt og fallegt. Ennþá erfiðara þegar maður kann fáar reglur þótt ég geti nú alveg bjargað mér á forritin.
Ég rakst á heimildarmynd á
documentary heaven um
helveticu sem er ákveðin leturgerð og sú mest notaðasta í heiminum, eflaust líka sú fallegasta. Myndin heitir einfaldlega
HELVETICA. Hún er akkúrat það sem ég er búin að vera að leita að, útskýrir svo margt og einfaldlega bara skemmtileg.
Ég veit að það eru mörg ykkar sem eruð að gera inntöku möppu í skóla...horfið á þessa heimildarmynd. Þið fáið eflaust fína tilfinningu fyrir uppsetningu og röðun. Munið less is more!
Mér finnst mjög gott að þegar ég er ekki viss hvernig ég vil setja upp hluti að fletta í gegnum tímarit og hönnunarbækur til að fá innblástur fyrir uppsetningunni.
Góða skemmtun.
P.s það er ágæt skemmtun að googla helveticu ansi skiptar skoðanir á þessari leturgerð :)
No comments:
Post a Comment