Ein af heimsóknunum var til IKEA. Ég var eiginlega of spennt fyrir þeirri heimsókn, höfuðstöðvar IKEA svo það sé á hreinu. Við fengum fyrirlestur frá einum aðalhönnuði hjá þeim, sem hefur starfað í 30 ár fyrir IKEA, hún heitir Anna Efverlund og 63 ára. Þvílíkur töffari...Klædd í leðurdress og leðurleggings með eitt það skrítnasta hálsmen sem ég hef séð. En skemmtileg og klár var hún.
Hún talaði um hnífa sem hún var búin að hanna og eru komnir í framleiðslu en ég fann ekki mynd af þeim á netinu. Ástæðan fyrir því að ég vildi nefna þá er að á þeim eru úr keramík og plasti, en það sem mér fannst athyglisvert er að á þeim miðjum, við byrjun skapstins var smá stálbútur sem hefur í rauninni ekki neitt hlutverk að gegna fyrir hlutinn heldur aðeins gert svo að fólk gæti ekki ferðast með þessa hnífa í flug, þeir sjást þá við málmleit.
Þetta var smá veruleika vakning fyrir mig, hvað allt er bilað og rangt ef það má ekki hanna hnífa án þess að þurfa að setja stálbút svo þeir finnist við leit!
Hennar frægasta hönnun eða mest selda eru svo þessi herðatré hérna og sagði hún að það væri smá synd að vera ekki á prósentukaupi því þá væri hún mjög vel stödd núna. Þau taka lítið sem ekkert plass og raðast vel saman.
Þegar heimsókninn var rædd seinna þá komu þessi herðatré til talsins, bekkurinn minn var bara ekkert hrifinn af þeim, ekki að hönnunin væri ekki góð heldur efnisvalið. Plastið í þeim er bara allt annað en umhverfisvænt. Það er því klárlega ný kynslóð á leiðinni á markaðinn með umhverfisvænni sjónarmið að marki sem ég tel mjög mikilvægt, þótt það sé vissulega mjög gaman að hanna og vera ekkert að spá í því hvort efnið sé umhverfisvænt.
Við fengum því miður ekki að sjá vinnustofurnar þeirra enda kannski eðlilegt þar sem þau vinna 3 ár fram í tímann og auðvelt að missa mikilvægar upplýsingar frá fyrirtækinu. Við fengum þó að fara á smíðaverkstæðið þeirra þar sem einungis prototýpur voru gerðar. Þar eru öll fínustu og flottustu tækin á markaðnum til staðar...mikið dreymir mig að hafa brota brot af þessu í mínum skóla.
Þessi prufa var í málun, veit ekkert hvað hún er, eflaust sjónvarpshilla eða eitthvað álíka, en litirnir fallegir, mjög 50'.
Thelma
No comments:
Post a Comment