Tindarnir á gafflinum eru svona stuttir því þá nær maður meiri sósu og meðlæti uppá gaffalinn, það væri óþarfi að hrúa uppá tindana enda væri gaffall ekki ætlaður til að stinga ofaní kok heldur aðeins til að færa mat á milli.
Hnífurinn er svona stuttur því maður notar ekki meira af hníf þegar maður sker, því væri algjörlega óþarfi að hafa kílómeter langan hníf, þetta er allt sem þarf.
Skeiðin er hugsuð til að passa akkúrat inní munn, ekki svo maður þurfi að færa eina kynninga til til að koma skeiðinni inn fyrir.
Vonandi höfðuð þið gaman að þessu.
Thelma
3 comments:
Ég er með þessi hnífapör á heilanum! Keyptir þú þessi hnífapör í Svíþjóð, ef svo er hvar? Og mannstu hvað þau kostuðu?
Bestu kveðjur!
Halló.
Já ég keypti það í Stockholmi - búð á Flemminggötunni fyrir 2 árum síðan. Ég man að það var þá á milli 16.000 og 18.000 á tilboði. Ég sé svo eftir að hafa ekki keypt fleiri (á fyrir 4ra) því þau virðast alltaf vera á um 1200-1500 sek núna sem er frá 25.000 til 30.000. Ég hef hinsvegar ekki gefið upp alla von, ætla að tékka á Gense outletti hvort þau séu til þar.
Ef þú ert heima á Íslandi voru þau til í Aurum á tilboði og þá var verðið ansi hagstætt, eða undir 20.000. Veit ekki hvort þau séu til en í dag þar.
Kv Thelma
Ég elska þessi hnífapör, ég hef sko látið mig dreyma um þau í langan tíma -erla
Post a Comment