Ungfrú löt að elda sér kvöldmat talar. Ég er farin að sakna skólamatsins. Mötuneytið uppí skóla er til þvílíkrar fyrirmyndar (þá er ég að tala um matinn). Ég er spennt alla daga að komast í hádegismat, því það er alltaf eitthvað svo gott að borða. Andrea og Margrét hafa gefið út matreiðslubók með uppskriftum sem þær elda í skólanum. Ég (lesist mamma mín) er búin að kaupa og Magga líka. Verst að hún er eftir á Íslandi (bókin). Ég mæli með því að þið kýkið á þessa bók. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Bókin var útskrifaverkefni Rutar Ingólfsdóttur.
Hundrað og fimm færst í öllum betri bókabúðum og kokku.
Draumur... Eames hang it all walnut...er sannkallaður drauma hluturinn minn. 2.204 sek (40.000).
Ég er farinn að safna. Verst að ég sé ekkert fram á að geta hengt þá neinstaðar upp...leiguhúsnæði sjáðu til ;)
Þessi glös eftir Karl Lagerfeld í samstarfi við Orrefors fara alveg með mig. Eru í öðru hverju (nei meina ÖLLUM) híbýlablöðum. Þvílíkur viðbjóður sem þau eru. Ég gerði mér meira að segja ferð til að skoða þau og halda á og þau urðu bara ekkert skárri. Snillingurinn sem hann er í að hanna föt, þetta er bara kannski ekki hans svið. Einhversstaðar verður fólk víst að fá að gera mistök. Ég er voðalega viðkvæm fyrir þessu kassaformi. Þótti það gríðarlega töff í 5 sek. árið 2007 en er með algjört ofnæmi fyrir því núna (minna mig á glösin sem fólkið í Gossip girl þáttunum eru alltaf með). Þau væri kannski...en bara kannski örlítið skárri ef ekki væri fyrir þessar glerglasamottur. Sorry ungfrú neikvæð aðeins að fá að tjá sig hérna ;)
(Hann getur ekki einu sinni horft á þau sjálfur og hvílíkur fyrirlitningarsvipur!)
Fyndið...samviskubitið er alveg að fara með mig þegar ég er ekki búin að sinna þessu bloggi í góðan tíma. Sorry guys var bara í massívri vinnutörn og það var bara engin orka eftir í blog.
Ég geri allt til að sannfæra fólk um ágæti Svíþjóðar og þið sjáið seinasta póst hjá Möggu, þetta er allt í rétta átt. Manneskjan sem sagði aldrei fallegt orð um þetta frábæra land er farin að skrifa heilu blogin :) Ég er alltaf svo heppin (7-9-13) með staðsetningar þar sem ég bý. 101 eðlið virðist elta mig sama í hvað landi ég bý. Ég er núna í 2 vikur á Söder í Svíþjóð. Hverfi sem ég átti einhvernveginn alveg eftir. Þetta er meira artí hverfi heldur en flest sem ég hef búið í. En það er aðeins of gaman að window-shoppa hérna. Svo margt fallegt, margt notað og skemmtilegt. Ég get ekki hugsað mér að ganga í notuðum fötum, en notuð húsgögn eru oft þau fallegustu. Það eru engin rök á bak við þessa hugsun mína, þetta er bara þannig. Ég get bara ekki hugsað mér að ganga í flík, bara af einhverjum.
Það er bæði gott og slæmt að langa í alla þessa hluti. Heimilið yrði ómótstæðilega fallegt með öllum hlutunum en því miður er ég bara með eina ferðatösku sem ég get komið heim og ljósin, muffinsjárnið og fallega útvarpið passa bara ekki ofaní, því miður.
Þetta er tildæmis einn af þessum hlutum, en réttlætingarþjónustan á merkilega erfitt með að réttlæta þetta.
Hverjum vantar ekki bráðnauðsynlega muffinsjárn? Þetta er það góða við að vita að ég er að fara heim, annars hefði ég skellt mér á þetta og leyft þessu að standa uppí skáp og safna á sig ryki.
Svo að því að þetta er helgi euróvision...sem er uppfullt af ógeðslega leiðinlegum lögum (en samt alveg í topp 5 skemmtilegustu kvöldum ársins) ætla ég að pósta svo fallegu video-i sem tengist eurovision bara ekki neitt.
Loksins loksins er Eurovision eða Júróvision (íslenskað) að fara í gang á morgun og bíður nú þjóðin sveitt á nálum eftir þjóðarstolltinu og þjóðar-kjánahrollinum sem honum fylgir ;) Ég fæ alltaf hrikalegan kjánahroll af þessu en elska þetta á sama tíma, það skemmir ekki ef maður er í killer Júrovision-partýi með metnaðagjarna Júro-fanatics umborð sem vita allt um alla og allt í sambandi við keppnina og SUSSA á fólkið þegar söngurinn hefst.
Ég hef verið að fylgjast með undankeppninni og einstaka sinnum stolist í
laugardagsþáttinn (þennan íslenska - úfff hann er á mörkunum að vera
sýningarhæfur) en maður getur þó sníkt sér hlustun á lögin fyrirfram.
Ég er komin með uppáhalds lag í keppninni og er það ALGJÖR tilviljun að
það er sjálf söngvaborgin sem hún Thelma býr í :) MY VOTE GOES TO
SWEDEN!! jább ..þið lásuð rétt SVÍÞJÓÐ alla leið!
Gleðilega júrovision-helgi ljúflingar! gangið hægt um gleðinnar dyr :)
Kría Jewelry er falleg skartgripalína sem flest allir þekkja.. og kemst ég ekki hjá því að skrifa smá um það og blasta myndum af því fallega sem Kría hefur uppá að bjóða og mitt uppáhalds! :)
Basic upplýsingar um hana er að hönnuður Kríu heitir Jóhanna Methúsalemsdóttir, býr og starfar í NYC. Fyrsta línan kom útfrá innblástri af fuglinum Kríu, seinni línur er tengt fjörunni og sjónum þar sem krabbinn er áberandi og nýjasta línan hennar er unnin útfrá Þorsknum.
Heimasíðan hennar býður uppá online-verslun, sjá kriajewelry.com GO NUTS!
Hér kemur mitt uppáhalds... einsog þið sjáið þá elska ég gullið ;)
Seung Mo Park er listamaður frá Kóreu og fekk ég sendan link á þessa snilld frá góðri vinkonu :) Það er alveg með ósköpum ekki hægt að ímynda sér hvernig manni dettur svona í hug, en þetta eru vírvirki sem hann klippir til tilþess að fá skugga - svo raðar hann þeim saman í layer-a og út kemur mynd.
Hægt að sjá betur á heimasíðunni hans www.seungmopark.com og einnig á blogsíðu sjá HÉR .
Afsakið þetta bloggleysi. Hef bara ekki verið í brjáluðu blogg stuði, klára skólann, flutningar til Svíþjóðar og byrja vinna strax tóku smá á en það breytist vonandi núna. Ég ætla að sjá til með það hvort ég taki áskorunni hennar Möggu ;)
Því það er komið sumar og mörg ykkar eigið eflaust eftir að ferðast í sumar ætla ég að gefa ykkur ferkar nördalega upplýsingar í þessum pósti. Þær eru engu að síður mjög þarfar.
Ég er algjör flökkukynd og hef verið dugleg að ferðast um Evrópu. Oft hef ég þurft að ferðast ein og því orðin ansi sjóuð í þeim efnum myndi ég telja. Ég hef tildæmis ferðast á milli borga með 100 kíló í farangri sem ég sá algörlega sjálf um að bera og draga. En það sem ég ætla að skrifa um eru hvað þarf að hafa í huga við kaupa á ferðatösku/m. Ekki vanmeta góða ferðatösku!
Ég myndi persónulega aldrei fá mér tösku á fjórum hjólum aftur. Ég tel hreyfinguna eða snúninginn sem kemur á úlnliðinn óeðlilegan og það byrjar alltaf að snúast upp á töskuna þannig að eftir 5 sek. þá er maður búinn í hendinni/úlnliðnum.
Dekkin verða að vera stór. (getur prófað af fara uppá kannt með hana, gá hvort hún flippist nokkuð). Þetta er mjög mikilvægt. Sumar töskur flippast alltaf yfir og það er vægt til orða tekið óþolandi.
Það er gott að hún sé stækkaleg.
Myndi ekki mæla með svona íþrótta fíling. Það er rosalega erfitt að raða rétt í þær. Eiga það til að detta alltaf ef maður setti ekki allt þunga á réttan stað, þannig að maður verður að leggja þær.
Það er gott að taskan sé með tveimur örmum í staðinn fyrir einn. Oft þarf maður að stafla töskum á þær og þá er jafnvægið lítið ef armurinn er bara einn.
Ef um er að ræða flugfreyjutösku vil ég hafa tvö hólf framaná. Eitt fyrir tölvuna og annað fyrir pappíra.
Ég fíla ekki harðartöskur. Skelin brotnar, það er óþægilegt að dröslast með þær því það rekst alltaf eitthvað hart í mann og svo erfiðara að troða í þær.
Svo það mikilvægasta. Að hafa ávallt band utan um ferðatöskuna sem maður setur í farangursgeymsluna. Ég þoldi það ekki þegar mamma var alltaf að troða þessu bandi uppá mann. Þangað til að ég var í ferðalagi með stórum hóp og ein manneskja sem var ekki með svona þurfti að týna upp nærbuxur/sjampó brúsa og þvíumlíkt af færibandinu. Ég get hreinlega bara ekki ímyndað mér að það sé skemmtileg lífsreynsla.
Ég er hrifnust af Samsonite. Þær eru endingargóðar og 5 ára ábyrgð á þeim. Victorinox töskurnar eru ótrúlega góðar, en kosta held ég hálfan handlegg.
Ég keypti mér þessa um daginn. Þurfti að hlaupa um alla Stockholm að finna hana því hún var bara uppseld allstaðar. Hún er algjört æði og ég tala nú ekki um hljóðlausu yndislega góðu dekkin þvílíkur munur.
Ekki hefur farið mikið fyrir okkur vinkonum síðustu daga og vil ég meina að menn séu að meta það að hinn helmingurinn sé farinn út til söngvaborgar (Stockholms) að fljúga um loftin blá. Hægt að sjá betur HÉR hverskonar athæfi það eru :)
En ég hér með skora Thelmu um að leyfa okkur að fá smá innsýn inní fashion-heim flugfreyjunnar og skella inn nokkrum myndum af outfittinu..!
Eitt fyndnasta atriði sem ég hef séð á youtube.. vonið að þið hafið jafn gaman af þessu og ég ;)
Með eins úr og eins naglalakk, lýsir okkur bara ágætlega. Naglalökkin voru óplönuð en úrin meðvitað. Það er svosem ekkert nýtt þar sem við eigum það til að eiga eins flíkur í fataskápnum (þó hún kaupi gallabuxurnar á Íslandi og ég Spáni) og raða þeim svipað.
Jæja ljúflingar.. það er komin föstudagur og langþráð SUMARFRÍ hjá okkur dömum! (úr skólanum þ.e.a.s. - ekki frá blogginu :) )
Langaði að deila með ykkur ljúfu Major Lazer lagi - njótið helgarinn vel og vandlega :)
Matt Wisniewski er sjálflærður listamaður fæddur 1990 sem sérhæfir sig í að gera collage
myndir, eða “visual experiments” einsog hann kýs að kalla það. Hægt er
að lesa viðtal við hann á síðunni www.yatzer.com og heimasíðan hans //mattw.us/.
Ég ætla að láta það duga að sýna ykkur þessar fallegu myndir. Ég hefði ekkert á móti því að vera með eina svona stóra mynd uppá vegg heima hjá mér!
Verðið að skoða video-ið sem hann gerði það er mega fínt!
Holaria er portúgalskt merki og býr til þessa fallegu vasa, skálar, krukkur og margt margt fleira...
Vildi að ég gæti sagt ykkur meira frá þessari hönnun en þar sem mér
láðist að læra portúgölsku hef ég ekki meira um það að segja því að heimasíðan þeirra er einungis á portúgölsku. (eða
allavega er ég ekki að finna english-takkan).
Hérna eru mínir uppáhalds hlutir, getið skoðað nánar HÉR og séð hvað ykkur finnst.
LA CLINICA er húsgagnahönnun af skemmtilegustu sort!
Línan var stofnuð árið 2010 af Ciszak Dalmas. Þetta eru handsmíðuð húsgögn og er samvinna milli ungra listamanna og þeirra eldri og reyndari. Þau eru staðsett í Madrid (spánn), Turin (Ítalíu) og Sao Paulo (Brasilíu). Hönnunin er umhverfisvæn, þar sem notað er mikið úr endurunnu efni og svo málað með umhverfisvænni málningu. Árið 2010 fékk Ciszak Dalmas fyrstu verðlaun hjá INJUVE Young Design Awards fyrir La Clinica.
Ótrúlega fín, fínleg og falleg húsgögn... enda elska ég allt hvítt :) Hægt að skoða meira á vesíðunni www.laclinicadesign.com.