Friday, May 25, 2012

EUROVISION is ON!

Loksins loksins er Eurovision eða Júróvision (íslenskað) að fara í gang á morgun og bíður nú þjóðin sveitt á nálum eftir þjóðarstolltinu og þjóðar-kjánahrollinum sem honum fylgir ;)
Ég fæ alltaf hrikalegan kjánahroll af þessu en elska þetta á sama tíma, það skemmir ekki ef maður er í killer Júrovision-partýi með metnaðagjarna Júro-fanatics umborð sem vita allt um alla og allt í sambandi við keppnina og SUSSA á fólkið þegar söngurinn hefst.

Ég hef verið að fylgjast með undankeppninni og einstaka sinnum stolist í laugardagsþáttinn (þennan íslenska - úfff hann er á mörkunum að vera sýningarhæfur) en maður getur þó sníkt sér hlustun á lögin fyrirfram.

Ég er komin með uppáhalds lag í keppninni og er það ALGJÖR tilviljun að það er sjálf söngvaborgin sem hún Thelma býr í :) MY VOTE GOES TO SWEDEN!! jább ..þið lásuð rétt SVÍÞJÓÐ alla leið!

Gleðilega júrovision-helgi ljúflingar! gangið hægt um gleðinnar dyr :)


ÁFRAM SVÍÞJÓÐ!

M





No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...