Saturday, May 5, 2012

The Hill-side

The Hill-side er merki sem bræðurnir Emil og Sandy Corsillo og sérhæfa þeir sig í bindum og klútum. Stíllinn þeirra er oldschool, vinnufatnaður settur í fágaðan búning, og einskonar sveitastíl. Ég fann þetta bindi fyrir tilviljun á fancy.com (ein af uppáhalds) og stóðst ekki mátið - ég var að eignast svona handa mínum heittelskaða í jólagjöf síðustu jól. Ég sem betur fer rambaði inná þetta bindi í lok október, svo ég hafði nógan tíma í póstvesen :P

En það sem gerir þetta bindi sérstakt einsog allar vörurnar þeirra, eru að þetta er one-of a kind lína, þar sem aðeins voru búin til 20 svona bindi.

Ég fekk síðan pakkann nokkrum vikum síðar rosalega fallega innpakkað, með flottum merkimiða sem á stóð upplag og nr.hvað bindið var, áritað af hönnuðum og „Thank you“ bréf með í pakkanum - allt rosa persónulegt og að mér fannst æðislega skemmtilegt :)


Síðan þeirra hefur skemmtilegar myndir af seasonum thehill-side.com en einnig er hægt að skoða úrval og kaupa HÉR.

M





















No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...