Thursday, May 3, 2012

Keramík - allt á fullu

Ég er búin að fá nýja og betri sýn á keramik vinnu. Núna er ég búin að eyða rúmum 5 vikum ( ein vika eftir ) í keramík vinnslu. Þar fer allt til jandans sem getur mögulega farið til fjandans.
  • Fyrst leirar maður hlutinn
  • Svo gerir maður gipsmót (eins gott að það þurfi ekki að vera fleiri en 2 hliðar á mótinu, þá ertu í ennþá meira „deap shit").
  • Svo er að þurrka mótið. Undir eðlilegum kringumstæðum tekur það 3 mán. En sá tími er ekki í boði og því eru þau þurrkuð í ofnum alla daga og nætur. 
  • Svo er pósturlíninu hellt í mótið.
  • Svo er að vinna pósturlínið meðan það er leðurhart og pússa það. 
  • Þarna er eflaust helmingurinn búinn að skemmast sem maður hefur verið að vinna í. 
  • Næst er hrábrennsla (tekur sirka einn dag).
  • Þá er að bíða og vona að ekkert hafi brotnað.
  • Að því loknu tekur maður það og setur glerung (eða ekki) og það er einn og hálfur dagur í að bíða eftir því. Og þá er bara að krossa puttana, það eru svona 50/50 að hluturinn komi heill út.
  • Maður er eins og lítið barn á vappi hjá ofninum vonandi að sitt dót sé í lagi.
Þetta hefur tekið aldeilis á. Alltaf brjótandi hluti sem maður hefur kannski eitt heilum degi í að vinna. Svo fær maður ógeð af því sem maður er að gera og allt ljótt og ómögulegt.
Ég tek því hattin ofan fyrir keramík dömum. Þetta er þolinmæði og púl útí eitt.

Þetta er semsagt ástæðan fyrir því að ég hef ekki verið að blogga mikið. Ef ég er ekki uppí skóla eru allar líkur á því að ég sé heima sofandi. Þetta er samt með því skemmtilegasta sem ég hef gert í vetur (og þó lengra aftur væri leitað).

Hugmyndaferlið - leirvinna.
Hluturinn verður samt ekkert líkt þessu.

 Það getur allt gerst. Svo sem mót geta sprungið þegar verið er að hella.

 Klukkan 03:00 Sesam þurrkist þú.

 Þá er það að hella postulíninu í mót

 Það getur verið asni pirrandi að koma í skólann og sjá dagsvinnu verða að svona...því einhver fór ekki gætilega í kring og missti plötu ofaná þetta. En það er bara partur af þessu öllu.

Það getur verið gott að eiga góða, fallega og hæfileikaríka vini, þeir koma og láta sýna hæfileika í ljós. Verst að diskurinn kom ekkert út eins og hann er á myndinni. En það verður gerð önnur heiðarleg tilraun.

Núna er vika í skil, krossum putta að allt muni ganga upp.

Kv Thelma



No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...