Monday, May 28, 2012

Hundrað og fimm

Ungfrú löt að elda sér kvöldmat talar. Ég er farin að sakna skólamatsins. Mötuneytið uppí skóla er til þvílíkrar fyrirmyndar (þá er ég að tala um matinn). Ég er spennt alla daga að komast í hádegismat, því það er alltaf eitthvað svo gott að borða. Andrea og Margrét hafa gefið út matreiðslubók með uppskriftum sem þær elda í skólanum. Ég (lesist mamma mín) er búin að kaupa og Magga líka. Verst að hún er eftir á Íslandi (bókin). Ég mæli með því að þið kýkið á þessa bók. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Bókin var útskrifaverkefni Rutar Ingólfsdóttur.
Hundrað og fimm færst í öllum betri bókabúðum og kokku.
Thelma

No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...