Friday, May 25, 2012

Um ágæti Svíþjóðar

Fyndið...samviskubitið er alveg að fara með mig þegar ég er ekki búin að sinna þessu bloggi í góðan tíma. Sorry guys var bara í massívri vinnutörn og það var bara engin orka eftir í blog.

Ég geri allt til að sannfæra fólk um ágæti Svíþjóðar og þið sjáið seinasta póst hjá Möggu, þetta er allt í rétta átt. Manneskjan sem sagði aldrei fallegt orð um þetta frábæra land er farin að skrifa heilu blogin :) Ég er alltaf svo heppin (7-9-13) með staðsetningar þar sem ég bý. 101 eðlið virðist elta mig sama í hvað landi ég bý. Ég er núna í 2 vikur á Söder í Svíþjóð. Hverfi sem ég átti einhvernveginn alveg eftir. Þetta er meira artí hverfi heldur en flest sem ég hef búið í. En það er aðeins of gaman að window-shoppa hérna. Svo margt fallegt, margt notað og skemmtilegt. Ég get ekki hugsað mér að ganga í notuðum fötum, en notuð húsgögn eru oft þau fallegustu. Það eru engin rök á bak við þessa hugsun mína, þetta er bara þannig. Ég get bara ekki hugsað mér að ganga í flík, bara af einhverjum.

Það er bæði gott og slæmt að langa í alla þessa hluti. Heimilið yrði ómótstæðilega fallegt með öllum hlutunum en því miður er ég bara með eina ferðatösku sem ég get komið heim og ljósin, muffinsjárnið og fallega útvarpið passa bara ekki ofaní, því miður.


Þetta er tildæmis einn af þessum hlutum, en réttlætingarþjónustan á merkilega erfitt með að réttlæta þetta.

Hverjum vantar ekki bráðnauðsynlega muffinsjárn? Þetta er það góða við að vita að ég er að fara heim, annars hefði ég skellt mér á þetta og leyft þessu að standa uppí skáp og safna á sig ryki.

Svo að því að þetta er helgi euróvision...sem er uppfullt af ógeðslega leiðinlegum lögum (en samt alveg í topp 5 skemmtilegustu kvöldum ársins) ætla ég að pósta svo fallegu video-i sem tengist eurovision bara ekki neitt.



Lifið heil elsku börn.

Thelma


No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...