Monday, November 26, 2012

OYOY - danskt hönnunarfyrirtæki

Ég rakst á þessa búð á leið minni um heima alnetsins. OYOY er danskt merki eins og nafnið gefur til kynna, en það er fengið með því að allar flugvélar eru merktar mér 2 upphafsstöfum sem standa fyrir hvert land, fyrir Danmörk er það OY (fyrir Ísland er það TF), skemmtileg hugmynd.

Hönnunin hjá þeim er mjög Skandinavisk, hágæða vara með áherslur á form, virkni (function) liti og einstök efni.  Eins og þau segja hafa þau mikinn áhuga á Japanskri hönnun sem sést í vörum þeirra.

Þau leggja mikinn metnað í myndatökur og uppstillingu á vörum þeirra. Eina sem mér finnst neikvætt er að þessir kertastjakar hafa verið framleiddur af næstum öllum betri hönnunarfyrirtækjum og er orðið ansi þreytt þótt það sé vissulega fallegt.






Thelma

2 comments:

Dagný Björg • Dagfar said...

SNÚRAN er að selja eh af vörum frá þeim. Hef allavega séð pokana hjá þeim og kertastjakana :) Æðislegar vörur!

Thelma Hrund said...

Vá nú segir þú mér eitthvað nýtt, ég hef aldrei séð þetta fyrirtæki, takk.

Og þú er MJÖG skemmtilegur bloggvinur að skilja eftir þig svona fín fótspor reglulega ;)

Kv. Thelma

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...