Friday, March 1, 2013

Lúxusvandamál - handklæði

Þetta er algjört lúxusvandamál - en er að taka mig alltof langan tíma að finna út úr...og hálf kjánalegt að skrifa um líka. Eins og sum ykkar kannski vita er ég svolítið mikið á flakki milli landa, núna er hinsvegar lendingin hérna úti aðeins lengur en oft áður og það sem ég kaupi hérna mun fara með mér heim.

Mér þykir handklæði partur af fullkomnun á baðherbergi og þau gefa ansi góðan tón fyrir stemmingu sem maður er að leitast eftir. Ég er eins og lost hæna að reyna að finna útúr þessu því mig vantar fleiri handklæði og ég nenni ekki að kaupa en eitt draslið, ég vil frekar vanda aurana mína. Stóru handklæðin geta alveg verið hvít...eða vil ég líka hafa annan lit við? Handþurrkurnar...þau verða í hvítu og lit? En bíddu þá er það liturinn...vil ég turkís sem er svo ótrúlega fallegur litur eða bíddu nei grár það er svo flott og passar við golfmottuna. Hvernig í ands... getur þetta verið svona flókið, einfaldasti hlutur í heimi og ég bara get ekki ákveðið mig.

Hafið þið eitthvað til málanna að leggja um þetta?

Hérna eru nokkrar stemmingsmyndir sem ég fann á pinterest og bara hjálpa mér ekkert við þessa ákvaðanatöku :)










Nákvæmlega svona líður mér.

Njótið helgarinnar sem er framundan börnin góð...ég bið að heilsa ykkur öllum :)

Thelma


1 comment:

Björk said...

Farðu í Z-brautir og gluggatjöld. Cavö handklæðin eru lang best!

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...