Wednesday, March 20, 2013

Tilviljun í hönnun? - Snjótittlingurinn minn í beinni

Ég tók nett andköf um dagin þegar ég horfði á íslensku kvöldfréttinar í tölvunni minni hérna í útlandinu. Andköfin voru vegna þess að sjónvarpsþulan var með „mitt“ hálsmen í fréttunum. En nokkrum sekúndu brotum seinna fattaði ég að sjálfsögðu væri þetta ekki „mitt“ hálsmen sem ég hafði smíðað, því ég hafði aldrei sett það í sölu og aðeins gefið vinum og vandamönnum.

Áður en lengra er haldið vil ég taka það skýrt fram að ég er ekki að saka neinn um stuld enda held ég ekki að um stuld hafa verið að ræða, hvorki af minni hálfu né hönnuðarins. Eflaust er þetta bara hrein óheppni ef svo má að orði komast. Menin hannaði ég fyrir nokkrum árum meðan ég var í Iðnskólanum í Hafnarfirði og notaði þau í inntökumöppuna mína fyrir Listaháskólann. Ég skoðaði greinar um persónuleika fugla og valdi fjóra fugla sem mér þóttu passa best við mína fjóru bestu vini og síðan smíðaði ég þá. Það er hinsvegar einn fugl sem mér þótti alltaf best heppnaður og þykir afar vænt um, en það er snjótittlingur. Ég hef sjálf borið þetta men oft og gert það í tveimur stærðum.

Mér þótti þetta ansi miður að sjá og hefur setið í mér í smá tíma eftir að ég sá þetta. Ég hef svo áttað mig á að þetta er bara partur af þessum bransa sem ég er á leiðinni í og þarf ég greinilega að byggja harðari skráp því flestum verkefnum sem maður gerir tengist maður sterkum persónulegum böndum.


  Hérna eru menin mín í tveimur stærðum


Og hérna eru menin eftir Helgu Mogensen sem eru svo ansi lík

Þessar tvær myndir eru fengnar af síðu Kirsuberjatrésins

Kv Thelma

1 comment:

Anonymous said...

Ef það er einhver huggun þá finnst mér menið þitt mun fallegra :)

kv. Lesandi

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...