Sunday, May 20, 2012

Mikilvæg atriði um ferðatöskur

Afsakið þetta bloggleysi. Hef bara ekki verið í brjáluðu blogg stuði, klára skólann, flutningar til Svíþjóðar og byrja vinna strax tóku smá á en það breytist vonandi núna. Ég ætla að sjá til með það hvort ég taki áskorunni hennar Möggu ;)
Því það er komið sumar og mörg ykkar eigið eflaust eftir að ferðast í sumar ætla ég að gefa ykkur ferkar nördalega upplýsingar í þessum pósti. Þær eru engu að síður mjög þarfar.

Ég er algjör flökkukynd og hef verið dugleg að ferðast um Evrópu. Oft hef ég þurft að ferðast ein og því orðin ansi sjóuð í þeim efnum myndi ég telja. Ég hef tildæmis ferðast á milli borga með 100 kíló í farangri sem ég sá algörlega sjálf um að bera og draga. En það sem ég ætla að skrifa um eru hvað þarf að hafa í huga við kaupa á ferðatösku/m. Ekki vanmeta góða ferðatösku!

  • Ég myndi persónulega aldrei fá mér tösku á fjórum hjólum aftur. Ég tel hreyfinguna eða snúninginn sem kemur á úlnliðinn óeðlilegan og það byrjar alltaf að snúast upp á töskuna þannig að eftir 5 sek. þá er maður búinn í hendinni/úlnliðnum.
  • Dekkin verða að vera stór. (getur prófað af fara uppá kannt með hana, gá hvort hún flippist nokkuð). Þetta er mjög mikilvægt. Sumar töskur flippast alltaf yfir og það er vægt til orða tekið óþolandi.
  • Það er gott að hún sé stækkaleg.
  • Myndi ekki mæla með svona íþrótta fíling. Það er rosalega erfitt að raða rétt í þær. Eiga það til að detta alltaf ef maður setti ekki allt þunga á réttan stað, þannig að maður verður að leggja þær.
  • Það er gott að taskan sé með tveimur örmum í staðinn fyrir einn. Oft þarf maður að stafla töskum á þær og þá er jafnvægið lítið ef armurinn er bara einn.   
  • Ef um er að ræða flugfreyjutösku vil ég hafa tvö hólf framaná. Eitt fyrir tölvuna og annað fyrir pappíra.
  • Ég fíla ekki harðartöskur. Skelin brotnar, það er óþægilegt að dröslast með þær því það rekst alltaf eitthvað hart í mann og svo erfiðara að troða í þær.
  •  Svo það mikilvægasta. Að hafa ávallt band utan um ferðatöskuna sem maður setur í farangursgeymsluna. Ég þoldi það ekki þegar mamma var alltaf að troða þessu bandi uppá mann. Þangað til að ég var í ferðalagi með stórum hóp og ein manneskja sem var ekki með svona þurfti að týna upp nærbuxur/sjampó brúsa og þvíumlíkt af færibandinu. Ég get hreinlega bara ekki ímyndað mér að það sé skemmtileg lífsreynsla.

Ég er hrifnust af Samsonite. Þær eru endingargóðar og 5 ára  ábyrgð á þeim.
Victorinox töskurnar eru ótrúlega góðar, en kosta held ég hálfan handlegg.

Ég keypti mér þessa um daginn. Þurfti að hlaupa um alla Stockholm að finna hana því hún var bara uppseld allstaðar. Hún er algjört æði og ég tala nú ekki um hljóðlausu yndislega góðu dekkin þvílíkur munur.

Vonandi gangast þessi póstur einhverjum.

Kveðjur frá Svíþjóð.

Thelma







2 comments:

EddaRósSkúla said...

Þetta er mjög mikilvæg lesning, takk fyrir þetta :) Kannast við að þurfa flytja heilan helling milli landa!

Thelma Hrund said...

Verði þér að því ;)

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...