Monday, May 7, 2012

Skór skór skór...

Það er smá stress í lífinu núna hjá mér þar sem ég flyt út eftir viku og stór áfangi er að klárast í vikunni...en það er bara gaman. Eitt af því (stressið) er að finna fullkomna vinnuskó. Eftirtaldin atriði eru bæði skilda og nauðsynleg;
  • Þægilegir (verður að vera hægt að vinna í þeim í 12 tíma + og bjúgur verður að rúmast fyrir)
  • Flatbotna, en samt með smá ogguponsu hækkun svo maður sé ekki að drepast í hnjánum
  • Svartir
  • Leður (eða pleður), slétt (ekki rúskin)
  • Má ekki vera neitt auka drasl á, svo sem slaufa, glimmer eða mismunandi efni
  • Og það erfiðasta, verða að vera til í st. 41-42.
Þetta er bara ekkert grín skal ég segja ykkur. Ég var búin að finna mér eina fullkomna á netheimum sem heita Rockport - faye ballet flat black. Þeir eru með adidas innleggi sem er algjör snilld. Rétt áður en ég ætlaði að staðfesta kaup rak ég augun í að með sendingarkostnaði til Svíþjóðar og sköttum og öllu voru þeir á sirka 30 þús. Ég hætti við.

Núna vandast valið. Ég flyt út á mánudegi og byrja að vinna á þriðjudegi þannig að það gefst enginn tími í að reyna að leita að þeim úti. Ég er búin að gera ansi góða leit á Íslandi og ég verð að sýna ykkur það næsta sem ég kemst niðurstöðunni en það eru Gabor skór sem fást í Steinari Waage. Drepi mig ekki allir heilagir, þeir eru svo hrillilega ljótir og kosta 20.000 kr. 


Ég er í klemmu. Ég veit ekki hvað ég á að gera?

Thelma - vandræðagemsi

6 comments:

Anonymous said...

20 þús er ansi mikið fyrir "ljóta" skó! Ég myndi bíða aðeins lengur :)

Íris

EddaRósSkúla said...

Oh svona vinnuskó-leit er eitt það erfiðasta. Máttu ekki vera í Toms? Þeir eru svo hrikalega þægilegir!

Thelma Hrund said...

Já ég bara veit ekki hvað ég á að gera ef ég bíð lengur...í hverju á ég þá að vera fyrstu dagana?

Ég þekki ekki þetta Toms, hvar fást þeir?

Ástríður said...

Eru Toms ekki aðeins of kasjúal?

En já Steinar Waage skórnir eru ekki fallegir, en þeir eru þægilegir.... Svo er auðvitað alltaf Hagkaup ;-) haha

EddaRósSkúla said...

Þú átt að geta pantað þá á netinu en jú þeir eru nefnilega ekkert mjög fínir þó þeir séu mjög comfy!

Thelma Hrund said...

Haha Ástríður, ég tók hring í Hagkaup...just to make shore!
Ég held ég sé komin á sporið, eitt stykki vagabond skór. Ég skal blogga um það ef það virkar :)
Það eru „frekar“ strangar reglur á þessu þannig að það er betra að vera safe og í fínum skóm heldur en að vera tekinn á teppið. Takk samt fyrir ábenginguna.

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...